Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 2,6%. Miðað við verðlag í maí 2017 stendur vísitalan í 443 stigum og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Reiknuð húsaleiga hækkar um 2,5% á milli mánaða og hefur 0,48% á vísitöluna. Hins vegar lækka flugfargjöld til útlanda um 8,6% og hafa -0,10% áhrif á vísitöluna.