*

þriðjudagur, 24. október 2017
Innlent 27. febrúar 2017 09:29

Verðbólga 1,9%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs, sem er oft notuð til að mæla verðbólgu, hækkað um 1,9%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs, sem er oft notuð til að mæla verðbólgu, hækkað um 1,9% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 1%. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2017 er 439,6 stig og hækkar um 0,71% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 390,3 stig og hækkaði hún um 0,59% frá janúar 2017.

Reiknuð húsaleiga hækkaði um 1,7% milli mánaða. Verð á raftækjum hækkaði um 19,3% og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 8,8% eftir útsölur í síðasta mánuði.