Verðbólga á evrusvæðinu í júní mældist 1,3% og dregst saman um 0,1 prósentustig frá mánuðinum á undan. Er verðbólga á svæðinu því enn vel undir markmiði Seðlabanka Evrópu um 2% verðbólgu á ársgrundvelli. Þrátt fyrir að verðbólga hafi aukist um 0,2 prósentustig í Þýskalandi þá lækkaði hún um 0,4 prósentustig á bæði Ítalíu og Spáni og um 0,1 prósentustig í Frakklandi.

Samkvæmt frétt Bloomberg eru sýna tölurnar enginn merki þess að hægt sé að færa rök fyrir því að evrópski seðlabankinn geti byrjað að vinda ofan af aðgerðum sínum til að örva hagkerfi evrusvæðisins. Tölurnar eru því áhyggjuefni fyrir Mario Draghi seðlabankastjóra evrópska seðlabankans sem hefur gefið það út að peningastefnunefnd bankans hyggist skoða að vinda ofan af 2,3 milljarða evra magnbundinni íhlutun bankans.