*

fimmtudagur, 23. maí 2019
Erlent 12. júní 2018 15:25

Verðbólga eykst í Bandaríkjunum

Verðbólga hefur ekki mælst hærri í Bandaríkjunum í 6 ár.

Ritstjórn
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
epa

Verðbólga í maímánuði í Bandaríkjunum mældist 2,8% og jókst um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum frá vinnumálastofnun Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Bloomberg lækkaði atvinnuleysishlutfall á sama tíma niður í 3,8% og hefur ekki verið lægra í landinu í 48 ár.  

Verðbólga í Bandaríkjunum er kominn 0,8 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Bandaríkjanna sem er 2%. Samkvæmt frétt Reuters er búist við því að peningastefnunefnd bankans muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig þegar nefndin tilkynnir vaxtaákvörðun sína á morgun.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim