*

þriðjudagur, 24. október 2017
Erlent 17. janúar 2017 15:51

Verðbólga eykst í Bretlandi

Verðbólga í Bretlandi mældist 1,6 prósent í desember og hefur ekki verið hærri í rúm tvö ár.

Ritstjórn
Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka.
epa

Verðbólga í Bretlandi mældist 1,6 prósent í desember. Í nóvember mældist hún 1,2 prósent og eykst hún því talsvert milli mánaða. Verðbólgan hefur ekki verið hærri frá árinu 2014. Þetta kemur fram í tölum bresku Hagstofunnar.

Verð á flugferðum og matvöru hefur hækkað talsvert og er það talinn veigamesti áhrifaþátturinn. Haft er eftir Kamal Ahmed, ritstjóra efnahagsmála hjá BBC í frétt breska ríkisútvarpsins, að fall pundsins frá því að Bretar kusu um það að segja sig úr Evrópusambandinu sé farið að hafa áhrif.

Þrátt fyrir aukna verðbólgu, er hún enn fyrir neðan markmið Englandsbanka og nokkuð lág ef litið er á verðbólgu í Bretlandi í sögulegu samhengi.

Stikkorð: Bretland Verðbólga eykst