Greiningardeild Arion banka spáir hækkun um 0,4% á verðlagi í þessum mánuði og að ársverðbólgan hækki í 2,2% í september, sem væri í fyrsta sinn frá því í febrúar á þessu ári sem hún færi upp fyrir 2% á þessu ári.

Áætla þeir jafnframt að verðbólgan hækki enn frekar fram að áramótum og fari yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans fyrir árslok.

Spá þeir að ferðalög og húsnæðiskostnaður hækki, en húsgögn og heimilisiðnaður ásamt pósti og síma lækki.

Helstu liðir sem þeir búast við að hækki séu eldsneytisverð og flugfargjöld til útlanda, sem og reiknuð húsaleiga. Hótel og veitingastaðir hækki yfir sumartímann en aðrir liðir hækki minna.