Verðbólga jókst mikið í Bretlandi í febrúar og mældist 4,4% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram á vef bresku hagstofunnar .

Í janúar mældist ársverðbólgan 4% en verðbólgumarkmið stjórnvalda er 2%. Margir liðir vísitölunnar valda hækkuninni milli mánaðar. Má þar nefna helst hækkun húshitunarkostnaðar og fatnaðar.

Verðbólga hefur ekki verið hærri í Bretlandi síðan október 2008 og verðbólgutölurnar fyrir febrúar auka líkurnar á vaxtahækkun í Bretlandi.

Verðbólga í Bretlandi.
Verðbólga í Bretlandi.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hægt er að smella á myndina til að stækka hana.