Verðbólgudraugurinn hefur látið finna fyrir sér í Nígeríu undanfarna misseri. Seðlabankinn hefur nú ákveðið að grípa til frekari ráðstafana og hefur hækkað stýrivexti úr 12% í 14%.

Nígería er stærsta hagkerfi afrísku heimsálfunnar. Gengisfesting Niörunnar var afnumin í seinasta mánuði og féll gjaldmiðillinn því mikið. Verð á olíu og matvælum hefur hækkað mikið í kjölfarið og mælist verðbólga í landinu nú 16,5%.

Samdráttur hefur átt sér stað, og er því spáð að hagkerfið dragist saman um allt að 1,8% á þessu ári. Fulltrúi IMF í Nígeríu telur það líklegt að verðbólga gæti farið upp í allt að 20% á þessu ári.