Verðbólga mælist nú 2,7% á ársgrundvelli og hækkar um 0,1% milli mánaða, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,24% milli ágúst og september, sem var örlítið undir væntingum, samkvæmt hagsjá Landsbankans .

Helstu áhrifaþættir eru lækkun flugfargjalda, hækkun fatnaðar, hækkun matvöru, hækkun tómstunda- og menningarkostnaðar, og hækkun húsgagna og heimilisbúnaðar.

Verðbólga án húsnæðis mælist 1,8%, og hefur farið hækkandi síðastliðið ár, sem hefur minnkað muninn á verðbólgu með og án húsnæðis töluvert.

Verðlag innfluttra vara, sem hefur farið lækkandi síðustu ár sökum styrkingar krónunnar og lágrar alþjóðlegrar verðbólgu, er nú tekið að hækka, og mælist sú hækkun 1,5%.