Greiningardeild Arion banka segir verðbólgu yfir spám en undir markmiði. Þetta kemur fram í markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka.

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,34% milli mánaða í ágúst. Þetta þýðir því að Ársverðbólgan stendur í 0,9% og fer undir neðri fráviksmörk frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans í fyrsta sinn síðan í febrúar í fyrra.

Hækkun verðlags var jafnframt yfir spám greiningaraðila - sem gerðu ráð fyrir 0,1% til 0,2% hækkun - Arion banki spáði 0,2% hækkun.

Skýringin að mati greiningardeildar Arion banka felist helst í hækkun húsnæðisverðs.

Spá greiningardeildar Arion banka breytist því lítillega og spáir hún því að verðlag standi í stað í september en hækki um 0,3% í október og lækki svo aftur um 0,1% í nóvember. Ef verði af spá þeirra mun ársverðbólgan standa í 1,9% í nóvember.