Verðbólga í Bretlandi hefur ekki mælst hærri í þrjú og hálft ár en hún mældist 2,3% í febrúar. AFP fjallar um málið.

Í janúar var verðbólga hins vegar 1,8%. Hækkunin á vísitölu neysluverðs er aðallega drifin áfram af hærra eldsneytisverði. Greiningaraðilar gerðu ráð fyrir því að vísitala neysluverðs myndi hækka um 2,1%.