*

laugardagur, 20. október 2018
Innlent 21. desember 2017 09:53

Verðbólgan mælist 1,9%

Í desember hækkaði vísitala neysluverðs um 0,27% frá fyrra mánuði, en án húsnæðis nemur hækkunin 0,62% frá því nóvember.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember 2017 er 447,2 stig og hækkar um 0,27% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 386,6 stig og hækkar um 0,62% frá nóvember 2017. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar, en báðar vísitölurnar miða við 100 stig í maí 1988.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga lækkar um 1,1%  en flugfargjöld til útlanda hækka um 24,5%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 1,6%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í desember 2017, sem er 447,2 stig, gildir til verðtryggingar í febrúar 2018. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.830 stig fyrir febrúar 2018.