*

fimmtudagur, 19. júlí 2018
Innlent 16. ágúst 2017 18:21

Verðhækkanir á mat og drykkjavörum

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða.

Ritstjórn
Gígja Einarsdóttir

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 1,8% upp í 2,1%. Vísitala neysluverðs stóð nokkurn veginn í stað á milli mánaða í júlí.  Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs 30. ágúst næstkomandi. Hægt er að lesa Hagsjá Landsbankans hér. 

Í Hagsjánni er því meðal annars spáð að lækkun krónunnar á milli mánaða skili sér meðal annars í verðhækkunum á mat og drykkjarvörum og ökutækjum, sem mun hafa 0,11% áhrif á vísitölu neysluverðs. 

Einnig er tekið fram að það sem af er ári hefur reiknuð húsaleiga hækkað að meðaltali um 1,8% milli mánaða. „Úrtakskönnun okkar bendir til þess að verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað lítillega í verði milli júní og júlí og er það helsta ástæða þess að við gerum ráð fyrir að hækkun á reiknaðri húsaleigu verði umtalsvert minni að þessu sinni eða um 0,5%. 

Samkvæmt verðkönnun Hagfræðideildar Landsbankans hefur verð á bensín og díselolíu hækkað um 3% milli mánaða. 

Stikkorð: Landsbankinn verðbólga matur spá Verðhækkanir