*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 27. apríl 2017 13:45

Verðhækkun N1 var þegar búin að skila sér

Bréf N1 halda áfram að lækka í dag en Hagar virðist hafa fengið Olís á hagstæðara verði en hin olíufélögin eru metin á.

Höskuldur Marselíusarson
Haraldur Guðjónsson

Heimildarmenn Viðskiptablaðsins sem þekkja til á markaði segja ástæðuna fyrir því að gengi bréfa N1 hefur lækkað í dag þrátt fyrir góða afkomu í uppgjörinu sem birt var í gær sé að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja hana inn áður.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur gengi bréfa N1 lækkað en Símans og Haga hækkað þrátt fyrir jákvæðar afkomutölur bæði Símans og N1 og tilkynningar um kaup Haga á Olís.

Voru búin að gefa út að útkoman yrði vænleg

Hækkun bréfa N1 hafi komið til í kjölfar þess að fyrirtækið gaf út væntingar um að afkoman yrði betri en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Þegar þetta er skrifað hafa bréf N1 lækkað um 2,12% í 287 milljón króna viðskiptum.

 

Hins vegar hafi Síminn skilað betra uppgjöri en væntingar hafi verið um sem skýrir að nú nemur hækkun bréfa Símans 4,83% í 902 milljón króna viðskiptum.

Vænta samlegðaráhrifa Haga og Olís

Hækkun Haga sem hefur verið umtalsverð í morgun og stendur nú í 7,03% í 788 milljóna viðskiptum megi að mati heimildarmanna Viðskiptablaðsins rekja til þess að félagið virðist vera að fá bréfin í Olís ódýrari en verðlagningin sé á hinum olíufélögunum, það er áðurnefndu N1 og Skeljungi.

Þannig sé kaupverðið á bréfum Olís miðað við um 7,2 til 7,5 sinnum EBITDA félagsins, meðan verð N1 sé um 9 sinnum EBITDAn. Auk þess sé líklegt að ákveðin samlegðaráhrif í formi birgðahalds, dreifingar, vöruframboðs og þess háttar sem gefi til kynna að Hagar geti náð betri afkomu út úr Olíus heldur en þegar félagið hefur staðið eitt.

Ástæða þessa lægra verðs geta menn sér til geti verið vegna þess að Olís búi við meiri fjármagnsþörf en hin olíufélögin sem hafa farið út í meiri fjárfestingar.

Stikkorð: Hagar N1 Olís Síminn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim