*

mánudagur, 23. október 2017
Erlent 17. ágúst 2012 14:20

Verðmæti Instagram lækkar um 50%

Hlutabréf Facebook sem nýta átti til að greiða fyrir smáforritið Instagram hafa lækkað um helming. Ekki er búið greiða fyrir kaupin.

Ritstjórn

Stjórnendur Facebook leita nú leiða til að flýta kaupum fyrirtækisins á myndaforritinu  Instagram sem er ansi vinsælt í snjallsímum. Kaupverðið hljóðaði upp á einn milljarð dala. Um þriðjungur var greiddur með reiðufé en um 700 milljarðar með hlutabréfum í Facebook. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins hefur gert lítið annað en að lækka síðan þau voru skráð á hlutabréfamarkað í maí en það hefur farið úr 38 dölum í hlut í rétt tæpa 20 dali á hlut. Verðfallið nemur þessu samkvæmt nálægt 50%.

Facebook keypti Instagram um einum og hálfum mánuði áður en félagið var skráð á markað.

Það sama gildir reyndar um greiðslu Facebook fyrir Instagram og gengisfall Facebook; verðmæti hlutabréfa Facebook upp á 700 milljónir króna er nú komið niður í 487 milljónir dala. 

Fjármálayfirvöld hafa enn ekki gefið Facebook samþykki sitt fyrir kaupunum á Instagram. Búist var að það yrði gert á fyrri hluta ársins en af því varð ekki. Nú er gert ráð fyrir því að græna ljósið fáist fyrir áramót, að sögn CNET um málið.

Stikkorð: Facebook Instagram