Heildarfasteignamat sumarbústaða og sumarbústaðalóða hækkar úr 167 milljarð upp í 231 milljarð króna eða um 38,% á milli ára. Það eru 90,2% sumarbústaða sem hækka í mati en 9,8% lækka. Talsverður breytileiki á matsbreytingum er eftir svæðum. Algengasta hækkun er 39,7%. Þó svo að matsbreytingar séu miklar í prósentum þá eru 70% eigna að hækka um innan við 4 milljónir krónur og 80% minna en um 6 milljónir krónur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fasteignamati 2018 sem unnið var af Þjóðskrá Íslands.

Í mati Þjóðskrár kemur fram að staðsetning ræður miklu um verðmæti sumarbústaða. Þannig skiptir fjarlægð frá golfvöllum, háspennulínum og nálægð við vatn máli fyrir matið. Fyrir fasteignamatið voru mynduð ný markaðssvæði fyrir sumarhúsabyggðir. Í fasteignamatinu 2018 eru verðmætustu sumarhúsabyggðir landsins á Suðurlandi. Dýrasta svæðið er Þingvellir, þar á eftir kemur Kiðjaberg og svæðið við Álftavatn. Hægt er að lesa um heildarmat fasteigna hér .