Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,11% í 3.782 milljóna króna viðskiptum í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,18% í 515 milljóna króna viðskiptum, en óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,74% í 3.268 milljóna króna viðskiptum.

Hagstofan greindi frá því í dag að hún hefði vanreiknað vísitölu neysluverðs í hálft ár. Því hafa verðtryggðar fjárskuldbindingar verið gerðar rangt upp á því tímabili. Hefur þetta haft áhrif á verðlagningu verðtryggðra skuldbindinga.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,18% í 1.917 milljóna króna viðskiptum og hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 1,16% í 1.796 milljóna króna viðskiptum.