Bandaríska fyrirtækið Verizon hefur keypt hluta í Yahoo sem snýr að kjarnastarfsemi á 4,48 milljarða dollara eða því sem samsvarar 496 milljörðum íslenskra króna. Verizon borgaði 350 milljónum minna en upprunalega var samið um. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Efasemdarraddir höfðu heyrst um kaupin vegna tölvuárása sem Yahoo varð fyrir árið 2013. Í fyrra viðurkenndi Yahoo að tölvuárásin hafi haft áhrif á um milljarð viðskiptavina fyrirtækisins. Yahoo og Verizon koma til með að deila lögsóknum vegna málsins.

Verizon hyggst sameina leitarvél Yahoo, tölvupóstaþjónustu og spjallkerfi fyrirtækisins við AOL eininguna sem að Verizon keypti nýverið fyrir 4,4 milljarða. Til samanburðar er áhugavert að geta þess að árið 2008 bauð Microsoft 44 milljarða dollara í Yahoo. Fyrir dot-com bólunna var fyrirtækið verðmetið á 125 milljarða dollara.