*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 25. nóvember 2014 14:30

Verkefnisstjórn skoðar sæstreng

Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur skipað verkefnisstjórn til að kanna hvort hagkvæmt sé að leggja sæstreng.

Edda Hermannsdóttir
Trausti Hafliðason

Þriggja manna verkefnisstjórn hefur verið skipuð til að halda áfram þeirri vinnu sem þegar er hafin við skoðun á sæstreng milli Íslands og Bretlands. Verkefnisstjórnin mun halda áfram að vega og meta með ábyrgum hætti hvort hagkvæmt sé að ráðast í lagningu sæstrengs. Þetta kom fram í ávarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Haustfundi Landsvirkjunar sem haldinn er í Hörpu.

Hópinn skipa Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, og Ingvar Már Pálsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þessi vinna er framhald af niðurstöðu skýrslunnar sem ráðgjafahópur ráðuneytisins vann í fyrra.

Á fundinum sagðist Ragnheiður Elín hafa hitt Michael Fallon, orkumálaráðherra Bretlands, í mars á þessu ári. Þar sagðist hún hafa mætt fullum skilningi orkumálaráðherra á að ákveðinn vinna þyrfti að fara fram hér áður en viðræður við Breta gætu hafist.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim