Verkís hf. hagnaðist um rétt tæpar 265 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 367 milljónir króna árið á undan. Rekstrartekjur ársins námu um 5,8 milljörðum króna en rekstrargjöldin voru 5,36 milljarðar króna. Þar af voru laun og launatengd gjöld 4 milljarðar króna.

Eigið fé fyrirtækisins í lok síðasta árs nam 809,7 milljónum króna en eignir félagsins voru 1,8 milljarðar  króna. Verkís sérhæfir sig í  ráðgjöf á sviði verkfræði og tengdra greina. Framkvæmdastjóri félagsins er Sveinn Ingi Ólafsson.