Ákvæði í lögum um sérstakan saksóknara sem veitti uppljóstrurum réttarvernd gegn ákæru ef þeir veittu upplýsingar um saknæma háttsemi annarra er ekki lengur að finna í íslenskum lögum. Lög um sérstakan saksóknara eru nú fallin úr gildi en embætti héraðssaksóknara tók við hlutverki sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, fyrrum sérstakur saksóknari og nú héraðssaksóknari staðfesti að ákvæðið væri ekki lengur í íslenskum lögum í samtali við Fréttablaðið sem birtist í dag.

Tveir menn fengu réttarvernd gegn ákæru á grundvelli heimildarinnar, Rósant Már Torfason og Magnús Pálmi Örnólfsson, en þeir störfuðu báðir hjá Glitni fyrir hrun. Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrrum framkvæmdastjóra fjárfestingabankasviðs Arion banka var einnig sakaður um að hafa samið sig frá ákæru í CLN-málinu af Hreiðari Má Sigurðssyni. Embætti sérstaks saksóknari sagði þó að ekki hafi verið samið við Halldór um að veita honum réttarvernd gegn ákæru.