*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 21. október 2018 18:01

Verri afkoma hjá Norðursiglingu

Norðursigling tapaði 85 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 48 milljóna hagnað árið 2016.

Ritstjórn
Valdimar Halldórsson tók við stöðu framkvæmdastjóra í júlí á þessu ári.

Ferðaþjónustufyrirtækið Norðursigling á Húsavík tapaði 85 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 48 milljóna hagnað árið 2016. Tekjur félagsins námu tæplega 1,3 milljörðum króna og jukust um rúmlega 200 milljónir milli ára. EBITDA nam 49 milljónum króna og lækkaði um 69 milljónir milli ára.

Eignir félagsins námu rúmlega 1,5 milljörðum í lok árs á meðan skuldir námu 1.158 milljónum. Eiginfjárhlutfall var því 24,7% í lok ársins. Valdimar Halldórsson tók við sem framkvæmdastjóri Norðursiglingar síðasta sumar.

Stikkorð: Norðursigling uppgjör
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim