Verslanir Kaupáss, það er Nóatún og Krónan, eru byrjuð að taka nokkra pin-posa til reynslu í verslunum sínum. Til stendur að innleiða verkefnið Pinnið á minnið á þessu ári, en það mun taka nokkra mánuði. Verslanir Haga, það er Bónus og Hagkaup hafa þegar tekið í notkun slíka posa. Hið sama má segja um 10/11.

„Þetta er í innleiðingarferli hjá okkur. Það er búið að prófa þetta í nokkrum verslunum,“ segir segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns. „Það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær þetta verður allt komið hjá okkur en þetta tekur allt einhvern tíma,“ segir Bjarni Friðrik. Þetta muni væntanlega taka einhverja mánuði. „Þetta er allt í gangi og innleiðingin er hafin,“ segir hann.

Verkefnið Pinnið á minnið er verkefni um notkun greiðslukorta með örgjörva á Íslandi. Posinn snýr þá að korthafanum sem staðfestir greiðsluna með pinni í stað undirskriftar, segir á vef verkefnisins. Þetta á að auka öryggi fyrir korthafa og fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum. Verkefnið er í umsjá Greiðsluveitunnar ehf, dótturfyrirtækis Seðlabanka Íslands.