Keflavíkurflugvöllur er allra versti völlurinn fyrir ferðamenn til að sofa á. Þetta er mat Gulliver , ferðamálapistlahöfundar fjármálablaðsins The Economist, en hann tók saman lista yfir bestu og verstu vellina til að sofa á.

Keflavíkurvöllur fær þessa slælegu einkunn vegna þess að hann setur einfaldlega upp skilti sem beint út banna ferðafólki að leggja sig. Gulliver leggur að lokum það mat á að eins og margir í flugferðaiðnaðinum séu umsjónarmenn Keflavíkurvallar einfaldlega haldnir kvalalosta.

Verstu fimm flugvellirnir eru í eftirfarandi röð:
Keflavíkurflugvöllur, Íslandi
Paris Beauvais-Tille, Frakklandi
Bergamo Orio al Serio, Ítalíu
London Luton, Bretlandi
Christchurch, Nýja Sjálandi

Hinir bestu eru hins vegar þessir:
Changi-völlur, Singapúr
Incheon-völlur, Suður Kóreu
Helsinki-völlur, Finnlandi
Munich-völlur, Þýskalandi
Vínar-flugvöllur, Austurríki