„Það versta væri ef við horfðum upp á að hver landeigandinn hæfi gjaldtöku og tækju ákvörðun, hver með sínu nefi, um fjárhæð og fyrirkomulag,“ segir Edward H. Huijens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, um þróun gjaldtöku á íslenska ferðamannastaði.

Þegar er hafin umræða um slíka gjaldtöku víða og hafa landeigendur í Reykjahlíð við Mývatnssveit til dæmis ákveðið að taka upp náttúruverndargjald á svæðinu árið 2014. Enn sem komið er er þetta óalgengt í íslenskri ferðaþjónustu. Á Þingvöllum er sértæk gjaldtaka þar sem ferðamenn greiða vægt gjald fyrir notkun á salernisaðstöðu. Þá hefur Kerfélagið ehf. hafið gjaldtöku við Kerið í Grímsnesi. Þar greiðir hver ferðamaður 350 krónur, 2 evrur eða 3 Bandaríkjadali fyrir aðgang að svæðinu.

Nánar er fjallað um möguleika í gjaldtöku á ferðamannastöðum í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.