Danskir hlutabréfaeigendur áttu sinn versta dag í þrjú ár. Hlutabréfavísitalan C20 lækkaði um 5,4% í dag.

Lífeindafyrirtækið Genmab lækkaði mest allra félaga, eða um 11,5%. Vestas, sem framleiðir vindmyllur, lækkaði um 9,6%.

Hlutabréf í Danmörku lækkuðu mun meira en í Bandaríkjunum og flestum Evrópulöndum.