Hár launakostnaður og sterkt gengi krónunnar veldur því að íslensk fyrirtæki, sem eiga þess kost, hafa í auknum mæli hætt að ráða í störf hér á landi og ráða nú aðeins starfsfólk erlendis þar sem gjaldmiðillinn er hagstæðari. Helst virðist þróunin birtast hjá fyrirtækjum í tæknigeiranum, hvort sem um er að ræða lítil fyrirtæki eða stærstu fyrirtæki landsins á borð við Valitor.

Sérfræðingar hafa margir hverjir miklar áhyggjur af þróun mála og telja að með henni sé verið að grafa undan íslenskum tækni- og þekkingariðnaði.

Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs fer þverrandi

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir augljóst mál að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs fari þverrandi vegna þessa. „Ég hóf störf fyrir SA um áramótin og við höfum verið að tala um þetta síðan en styrking raungengisins er einfaldlega orðin slík að eitthvað mun láta undan og í þessu tilviki þá er það samkeppnishæfni þjóðarinnar sem er undir. Áhrifanna er farið að gæta í ferðaþjónustunni og iðnaðinum, ekki síst í hugbúnaðargeiranum sem er í auknum mæli farinn að taka vöxt sinn út í öðrum löndum.

Þetta er því verulegt áhyggjuefni en vandinn snýr ekki bara að viðskiptavininum sem kaupir íslenskar vörur heldur líka að kostnaðinum sem verður til innanlands. Umræðan snýst alltafmest um verð íslenskra vara á erlendum mörkuðum en það gleymist að launakostnaður innanlands hefur mest áhrif og hann er mun hærri en í flestum nálægum löndum,“ segir Halldór.

Að sögn Halldórs er það helst hátt raunvaxtastig Seðlabankans sem stuðlar að sterku gengi krónunnar. „Það hefur lengi verið okkar skoðun að það sé engin ástæða til að viðhalda þessu raunvaxtarstigi í landinu og teljum við að lækkun vaxta sé eðlilegasta leiðin til að létta á krónunni. Það er tvíþætt ástæða þar að baki en lækkun vaxta bæði dregur úr til lengri tíma og þróun samfélagsins þá hlýtur þetta að vera verulegt áhyggjuefni,“ segir Halldór.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.