*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 22. nóvember 2013 08:43

Vestmannaeyingar lækka útsvar

Stjórnendur Vestmannaeyjabæjar telja að bæjarbúar eigi að njóta bættrar rekstrarstöðu með auknum ráðstöfunartekjum.

Ritstjórn
Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Haraldur Guðjónsson

Í nýsamþykktri fjárhagsætlun Vestmananeyjabæjar fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að útsvarsprósenta lækki úr hámarki, sem er 14,48%, niður í 13,98%.

Heildartekjur samstæðu eru áætlaðar 4.092 milljónir króna og heildarrekstrargjöld 4.050 milljónir króna. Áætlað er að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði rúmar 82 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 518 milljónir og gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 478 milljónir. 

Gert er ráð fyrir að vaxtaberandi skuldir A-hluta sveitarsjóðs verði komnar niður í 230 m.kr í árslok ársins 2014 og vaxtaberandi skuldir samstæðunar verði komnar niður í 593 m.kr. Áætlaðar afborganir af langtímalánum hjá sveitasjóð á árinu 2014 eru 25 m.kr. og tæpar 53 m.kr. hjá samstæðunni. Nú í lok árs 2013 er staðan sú að lán hafa verið greidd niður fyrir 3,4 milljarða frá árinu 2006 og miðað við fasta greiðsluáætlun verður Vestmannaeyjabær skuldlaus innan 4 ára.

Á seinustu árum hefur allt kapp verið lagt á að treysta rekstur sveitarfélagsins til framtíðar.  Í viðbót við niðurgreiðslu skulda hefur verið hagrætt í öllum rekstri og þjónustueiningar gerðar hagkvæmari.  Þannig hefur tekist að auka þjónustu en skapa um leið svigrúm til lækkunar útsvars.

Í tilkynningu frá bæjarstjórn segir að það sé skoðun stjórnenda Vestmannaeyjabæjar að nú þegar rekstur Vestmannaeyjabæjar þolir að lægra hlutfall sé tekið af launum bæjarbúa þá eigi þeir að njóta þess með auknum ráðstöfunartekjum frekar en að rekstur sveitarfélagsins sé þanin út.  Fólk sé enda sjálft best til þess fallið að meta hvernig það ver sínum eigin fjármunum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim