*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 11. júní 2018 16:57

Vestmannaeyjabær skilar 385 milljóna afgangi

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar sýnir að bærinn skilar 385 milljóna króna afgangi samkvæmt A og B hluta.

Ritstjórn
Elliði Vignisson, fráfarandi bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Haraldur Guðjónsson

Afgangur A og B hluta Vestmannaeyjabæjar nam 385 milljónum samkvæmt ársreikningi bæjarins. En árið 2016 nam afgangurinn 417 milljónum. Rekstartekjur bæjarins námu 4,7 milljörðum króna og hækkuðu um 60 milljónir milli ára. Stærsti liðurinn var útsvar og fasteignaskattur sem námu 2,6 milljörðum króna. Rekstrargjöld námu 4,4 milljörðum og þar af voru laun- og launatengd gjöld 2,45 milljarðar en árið á undan voru þau 1,76 milljarðar. 

Eignir A og B hluta ársreikningsins námu 12,7 milljörðum króna og skuldahlutfallið nam 110,4%. 

Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum tapaði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta vegna klofnings í flokknum. En framboðið Fyrir Heimaey hlaut góða kosningu. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim