Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti, en meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því 4,25%.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu nefndarinnar sem birtist rétt í þessu:

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,25%. Horfur eru á minni hagvexti í ár en í fyrra, m.a. vegna þess að hægt hefur á vexti ferðaþjónustu. Hagvöxtur verður þó áfram töluvert mikill. Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum.