Samkvæmt Janet Yellen, seðlabankastýru bandaríska seðlabankans, gæti þurft að hækka stýrivexti hraðar en áður var gert ráð fyrir.

Peningastefnunefnd bankans mun taka ákvörðun um hugsanlega vaxtahækkun 14 til 15 mars.

Yellen telur frestun á vaxtahækkunum vera slæma, þar sem aukin útgjöld bandaríska ríkisins undir stjórn Trumps, gætu leitt til frekari framleiðsluspennu og hærri verðbólgu.

Yellen segir vaxtahækkun ekki vera staðfesta, en segir bankann halda öllum möguleikum opnum.

Markaðsaðilar eru þó farnir að vænta þess að vextir hækki.