*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Erlent 8. febrúar 2018 18:30

Vextir gætu þurft að hækka hraðar

Seðlabankastjóri Breta segir að bankinn þurfi líklega að hækka vexti hraðar en áður hafi verið gert ráð fyrir.

Ritstjórn
Englandsbanki er seðlabanki Bretlands.

Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, segir að vextir í Bretlandi kunni að þurfa að hækka hraðar heldur en fyrr hafði verið áætlað að því er kemur fram á Bloomberg. 

Bankinn hækkaði í gær hagvaxtarspá sína og sagði að verðbólguspár gerðu ráð fyrir að verðbólga yrði áfram 2% markmiðinu miðað við núverandi vaxtaferil. 

Carney sagði að bankinn sæi fram á að eftirspurnarvöxtur yrði meiri en framboðsvöxtur og takmarkanir í framleiðslugetu væru lykiláskorun. Því væri líklega nauðsynlegt að hækka vexti að ákveðnu marki fyrr en gert hefði verið ráð fyrir.