Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem að Félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september. Flokkur nýtur 30% fylgi og fengi samkvæmt því 22 þingmenn. Eins og sakir standa er VG með 10 þingmenn. Alls myndu 20% karla kjósa VG en 40% kvenna.

Aftur á móti tapar Sjálfstæðisflokkurinn talsverðu fylgi miðað við síðustu kosningar, en en samkvæmt könnuninni mælist fylgi flokksins 23% og fengi hann því einungis 15 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn er með 21 þingmann núna. Framsóknarflokkurinn mælist með 11% fylgi, sem er svipað og Framsókn fékk í kosningunum í fyrra. Píratar mælast með 10% fylgi og fengju 6 menn inn á þing og eru með 10% fylgi.

Samfylkingin og Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en stjórnarflokkarnir tveir; Viðreisn og Björt framtíð, en samkvæmt könnuninni myndi Björt framtíð ekki ná manni inn á þing. Flokkur fólksins myndi aftur á móti ná fimm mönnum inn á þing samkvæmt könnuninni.