Viðskiptaráð Íslands telur umræðuna um verðlagsþróun „ódýra“. Telur ráðið að afnám vörugjalda sem tóku í gildi um áramótin 2014-2015 hafa verið mikið heillaskref fyrir íslenska neytendur og fyrirtæki.

Er Viðskiptaráð ósammála Verðlagseftirliti ASÍ sem að þau hafa gengið hart fram í kjölfar skattalækkuninnar, sem að ASÍ telur að hafi ekki skilað sér til neytenda. Í pistli frá VÍ er farið yfir staðreyndir málsins.

Neytendur njóta góðs af

Þar er meðal annars tekið fram að neytendur njóta góðs af afnámi vörugjalda. Vísar VÍ þar í opinberar tölur frá Hagstofunni um verðlagsþróun. Þar er vísað í stóra flokka sem voru fyrir áhrifum afnáms vörugjalda og þar má glögglega sjá að neytendur hafa ótvírætt notið góðs af afnámi vörugjalda.