Jóni Þór Ólafssyni var heitt í hamsi á í Alþingi í dag þegar rætt var um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt.

Átti Jón Þór í orðaskiptum við Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem mælti fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar varðandi málið. Jón sagðist ósáttur með hvernig staðið hefði verið að málum í nefndinni og kallaði eftir meiri tíma til að vinna úr tillögunni.

Í miðri ræðu Jóns Þór heyrðist hlátur úr þingsalnum.

„Þingmaðurinn hlær. Þingmenn verða að átta sig á því að á þetta þing veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn og við þurfum fokking tíma til þess að geta unnið þetta mál,“ kallaði Jón Þór.

Forseti Alþingis sló strax í bjöllu sína og áminnti Jón sem baðst strax afsökunar á orðum sínum.