*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 24. mars 2013 15:46

Víðir opnar verslun á Granda

Ný Víðisverslun mun opna gegnt Nóatúnsversluninni við Hringbraut.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Eiríkur Sigurðsson, eigandi Víðis, undirbýr opnun nýrrar verslunar vestast á Hringbraut. Fyrir eru verslanir Víðis í Skeifunni og á Garðatorgi. Úrval matvöruverslana er því orðið töluvert fyrir Vesturbæjarbúa.

Hin nýja Víðisverslun opnar nú gegnt Nóatúni Hringbraut en á svæðinu er einnig að finna Bónus, Krónuna og Iceland. „Það er alltaf eitthvað að gerast á markaðnum,“ segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, og gefur lítið fyrir orðróm um að stjórnendur Kaupáss hyggist flytja Nóatún við Hringbraut um set.