*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Erlent 9. september 2018 16:05

Viðskiptaafgangur Kína aldrei hærri

Viðskiptaafgangur Kína gagnvart Bandaríkjunum hefur aldrei verið jafn mikill í einum mánuði eins og í ágúst síðastliðnum.

Ritstjórn
epa

Viðskiptaafgangur Kína gagnvart Bandaríkjunum nam 31 milljarði dollara í ágústmánuði og jókst um tæplega 3 milljarða frá júlí samkvæmt gögnum frá tollayfirvöldum sem birt voru í gær. Samkvæmt Reuters hefur viðskiptaafgangur Kína gagnvart Bandaríkjnunum aldrei verið hærri í einum mánuði og hefur aukist um 15% á fyrstu átta mánuðum þessa árs. 

Þrátt fyrir að ágúst hafi verið fyrsti mánuðurinn þar sem tollar voru settir á um 50 milljarða dollara virði á kínverskum vörum sem voru fluttar inn til Bandaríkjanna jókst útflutningur Kína um 13,2% á ársgrundvelli úr 11,2% í júli. Á saman tíma jókst innflutningur frá Bandaríkjnunum til Kína um aðeins 2,7% í ágúst úr 11,1% í júlí.