Viðskiptabann Rússlands og gjaldeyrishöft í Nígeríu voru dæmi um það síbreytilega rekstrarumhverfi sem að íslenskum sjávarútvegur þarf að glíma við. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska sjávarútveginn.

Þar kemur fram að áhrif þessara breytinga hafa sér í lagi komið fram í útflutningi uppsjávarfisks, sérstaklega í útflutningi makríls og síldar.

„Á  árinu  2014  var  Rússland  önnur stærsta viðskiptaþjóð landsins og Nígería var sjötta stærsta en þessi lönd hafa færst niður í níunda og sjötta sæti á árinu 2015. Útflutningsverðmæti sjávarafurða til Rússlands og Nígeríu minnkuðu um 15,5 milljarða á árinu 2015. Til Rússlands fóru um 10 milljarðar af útflutningsverðmætum sjávarafurða á árinu,“ segir meðal annars í greiningu Íslandsbanka.

Einnig er gert ráð fyrir því að útflutningur til Rússlands dragist enn frekar saman á þessu ári.