*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 22. nóvember 2016 16:04

Viðskiptabann Rússlands tekur sinn toll

Viðskiptaþvinganir Rússlands og gjaldeyrishöft í Nígeríu eru meðal þeirra áskorana sem íslenskur sjávarútvegur hefur þurft að glíma við.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptabann Rússlands og gjaldeyrishöft í Nígeríu voru dæmi um það síbreytilega rekstrarumhverfi sem að íslenskum sjávarútvegur þarf að glíma við. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska sjávarútveginn.

Þar kemur fram að áhrif þessara breytinga hafa sér í lagi komið fram í útflutningi uppsjávarfisks, sérstaklega í útflutningi makríls og síldar.

„Á  árinu  2014  var  Rússland  önnur stærsta viðskiptaþjóð landsins og Nígería var sjötta stærsta en þessi lönd hafa færst niður í níunda og sjötta sæti á árinu 2015. Útflutningsverðmæti sjávarafurða til Rússlands og Nígeríu minnkuðu um 15,5 milljarða á árinu 2015. Til Rússlands fóru um 10 milljarðar af útflutningsverðmætum sjávarafurða á árinu,“ segir meðal annars í greiningu Íslandsbanka.

Einnig er gert ráð fyrir því að útflutningur til Rússlands dragist enn frekar saman á þessu ári.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim