Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til starfshóps um Hvítbók fjármálakerfisins. Þetta kemur fram á vef ráðsins. Í umsögninni leggur Viðskiptaráð áherslu á að einkaframtakið og samkeppni fái að njóta sín á fjármálamarkaði eins og hægt er.

Ráðið segir að eftirlit, regluverk og umgjörð megi ekki verða of íþyngjandi og á kostnað neytenda líkt og það hefur verið undanfarin ár að mati ráðsins. Einnig sé mikilvægt að hófsemi sé höfð að leiðarljósi.

Viðskiptaráð leggur mikla áherslu á að bankaskatturinn verði afnuminn sem fyrst til að stuðla að lægri vöxtum og auka virði bankanna.

Fjármálakerfið þurfi auk þess að vera búið undir tæknibreytingar og því sé mikilvægt að bankanir verði seldir sem fyrst, kemur fram í umsögninni.