Fyrr í vikunni greindi viðskiptablaðið frá tölvuárás sem gerð var á asísku Bitcoin-kauphöllina Bitfinex. Fyrirtækið tapaði 119 þúsund Bitcoins, en tapið nemur allt að 65 milljónum dollara. Líklegt er að félagið muni dreifa tapinu á notendur sína, en félagið mun á næstunni birta lokaniðurstöður og viðbragðsáætlun.

Á bloggsíðu fyrirtækisins kemur fram að Bitfinex vinni nú náið með lögreglunni í Hong-Kong. Árásin á Bitfinex, hafði mikil áhrif á gengi Bitcoin, en gjaldmiðillinn lækkaði um rúm 20% í kjölfar árásarinnar.