Símafyrirtækið Nova bar sigur úr býtum í Íslensku ánægjuvoginni árið 2011 en niðurstöðurnar voru kynntar á uppskeruhátíð þann 23. febrúar síðastliðinn. Þetta er í þrettánda skiptið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti og byggja niðurstöður á svörum 200-700 viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Niðurstöður voru birtar fyrir 26 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum. ÁTVR var efst í flokki smásölufyrirtækja en af matvöruverslunum voru viðskiptavinir Bónus þeir ánægðustu. Þá voru Íslandsbanki, Tryggingamiðstöðin, Atlantsolía, Icelandair, Byko og HS Orka sigurvegarar í flokki sinna atvinnugreina.

Einkunnir hækkuðu í flestum atvinnugeirum og var hækkunin mest hjá olíufélögum. Íslenska ánægjuvogin er félag sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa að og er hluti samevrópskra mælinga á ánægju viðskiptavina