*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 8. júlí 2015 19:52

Viðskipti í New York hafin á ný

Kauphöllin í New York hefur verið opnuð á ný eftir að viðskipti á aðalmarkaði hennar voru stöðvuð vegna tæknigalla.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Kl. 15:10 á staðartíma hófust viðskipti á ný á aðalmarkaði kauphallarinnar í New York. Viðskipti þar voru stöðvuð frá kl. 11: 32 að staðartíma vegna tæknigalla að sögn talsmanna kauphallarinnar. Í twitterfærslu frá kauphöllinni var jafnframt ítrekað að ekki væri um tölvuárás að ræða.

Á svipuðum tíma þurfti bandaríska flugfélagið United að seinka um 5.000 flugum, einnig vegna tæknigalla, en seinkanirnar höfðu áhrif flugáætlanir um 500.000 farþega.