Úrvalsvísitala hlutabréfa hækkaði um 0,60% í dag og endaði í 1.685,91 stigum. Frá áramótum hefur hún hækkað um 28,60%. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,15% en hún hefur hækkað um 8,60% frá áramótum.

Gengi hlutabréfa í N1 hækkaði mest á markaði í dag eða um 2,45% og námu viðskipti bréfanna rúmum 250 milljónum. Einnig hækkaði gengi bréfa Marels um 1,19% og Haga um 1,08%. Gengi tryggingafélaganna VÍS og TM lækkaði um 0,71% og 0,97% en gengi fasteignafélagsins Reita hækkaði um 0,88% í dag og námu viðskipti með bréfin rúmum 530 milljónum.

Velta á hlutabréfamarkaði nam rúmlega 2,6 milljörðum króna og viðskipti með skuldabréf námu um 4,7 milljörðum króna.