Á nýliðnu ári námu heildarviðskipti með fasteignir tæplega 460 milljörðum króna. Um 12.400 kaupsamningum var þinglýst ár árinu 2016. Heildarvelta fasteignaviðskipta jókst um ríflega 24 prósentustig frá árinu 2015 og kaupsamningum hefur fjölgað um tæplega 10 prósentustig. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár Íslands . Meðalupphæð hvers samnings nam 37 milljónir króna.

Árið 2015 var veltan ríflega 370 milljarðar og kaupsamningar 11.298. Þá var meðalupphæð kaupsamnings um 33 milljónir króna.

„Sé litið til höfuðborgarsvæðisins stefnir heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga í um 350 milljarða króna, kaupsamningar verða um 7.950 og meðalupphæð kaupsamnings verður um 44 milljónir króna. Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015 var  285 milljarðar króna og fjöldi kaupsamninga var 7.369. Meðalupphæð samninga árið 2015 var um 38,6 milljónir króna. Heildarvelta á höfuðborgarsvæðinu hefur því aukist um tæplega 23% og fjöldi kaupsamninga hefur aukist um tæplega 8%,“ er einnig tekið fram í frétt Þjóðskrár.