Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,27% 2,4 milljarða viðskiptum gærdagsins og er hún nú komin niður í 1.752,66 stig.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar um 0,26% í 1.362,50 stig í 8,9 milljarða viðskiptum gærdagsins. Viðskiptablaðið sagði í gær frá Hagsjá Landsbankans sem benti á að veruleg viðbrögð við nýjum verðbólgutölum hefðu verið á skuldabréfamörkuðum.

Krafan á óverðtryggðum ríkisbréfum hafi hækkað meðan krafan á verðtryggðum ríkisbréfum hafi lækkað. Verðbólguálagið, mælt sem munur á skuldabréfaflokkunum RIKS21 og RIKB20 hækkaði um 0,3 prósentustig.

Mest lækkun var á bréfum Hga, eða 3,27% í 542 milljón króna viðskiptum, sem jafnframt voru mestu viðskiptin með einstakt félag í kauphöllinni. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hófst lækkun bréfanna snemma í gærmorgun eftir tilkynningu Samkeppnisstofnunar um skilyrði við kaup félagsins á Olís. Fóru bréfin niður í 39,95 krónur hvert bréf.

Næst mest lækkun var á gengi bréfa N1, eða um 2,3% í 160 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf á 123,50 krónur.

Einu bréfin sem hækkuðu í verði í kauphöllinni í gær voru bréf Marel annars vegar, sem hækkuðu um 1,01% í 295 milljón króna viðskiptum og fóru þau upp í 349,50 krónur. Hins vegar voru það bréf Reita fasteignafélags sem hækkuðu um 0,22% í 274 milljón króna viðskiptum og var lokagengi bréfanna 92,40 krónur.