Það sem af er morgni hafði ávöxtunarkrafan á skuldabréfamarkaði farið hækkandi og verðbólguálag sömuleiðis, en nú hefur hvort tveggja lækkað hratt á ný.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá rétt í þessu var niðurstaða formannafundar ASÍ sem haldinn hefur verið í dag á Hótel Hilton Nordica sú að kjarasamningar halda og sést þess strax merki í kauphöllinni.

Hefur ávöxtunarkrafan á flokkum ríkisskuldabréfa mörgum lækkað hratt, eða sem og hlutabréf eru að hækka á ný eftir lækkanir í morgun.

Þegar þetta er skrifað hefur gengi bréfa Icelandair hækkað um 3,12% í 401 milljón króna viðskiptum og Síminn hefur hækkað um 2,99% í 316 milljón króna viðskiptum, meðan Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,39%.