Haraldur Þorleifsson er í viðtali hjá vefsíðunni The Industry í dag. Haraldur er grafískur hönnuður og býr í Tókýó ásamt konu sinni, Margréti Rut Eddudóttur.

Í viðtalinu ræðir hann meðal annars um áhuga sinn á grafískri hönnun og hvenær hann hafi byrjað að vinna við hana.

Hann segist aldrei hafa ætlað að vinna við grafíska hönnun heldur hafi hún frekar verið eitthvað sem hann vann við til að borga reikningana, þangað til hann fyndi út hvað hann vildi starfa við. Hann vann við grafíska hönnun þegar hann var í háskólanum þar sem hann kláraði gráður í bæði heimspeki og viðskiptafræði.

Haraldur hefur meðal annars unnið fyrir stórfyrirtæki á borð við Google, TivO, Motorola, You Tube og Vodafone.