*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 24. febrúar 2018 15:31

Vigdís og Vilborg leiða Miðflokkinn

Miðflokkurinn hefur kynnt 11 fyrstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.

Ritstjórn
Vigdís Hauksdóttir er oddviti Miðflokksins í Reykjavík
Birgir Ísl. Gunnarsson

Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík í höfuðstöðvum flokksins að Suðurlandsbraut 18.

Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá auglýsti flokkurinn eftir frambjóðendum og hafa nú 11 efstu menn á listanum verið kynntir til sögunnar, en Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins leiðir listann.

Í öðru sæti er Vilborg Hansen landfærðingur og fasteignasali, en hún hefur löngum starfað innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún var til að mynda 1. varaformaður verkalýðsráðs flokksins.

Hér má sjá hverjir voru valdir í 11 fyrstu sætin af stjórn:

 1. Vigdís Hauksdóttir oddviti og lögfræðingur
 2. Vilborg Hansen landfræðingur og fasteignasali
 3. Baldur Borgþórsson einkaþjálfari
 4. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson markþjálfi
 5. Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur
 6. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir aðstoðardeildarstjóri á LSH
 7. Trausti Harðarson framkvæmdarstjóri
 8. Viðar Freyri Guðmundsson rafeindavirki
 9. Kristín Jóna Grétarsdóttir framkvæmdastjóri
 10. Örn Bergmann Jónsson bóksali og nemi
 11. Linda Jónsdóttir einkaþjálfari
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim