Samtökin Blaðamenn án landamæra vinna árlega úttekt á stöðu fjölmiðlafrelsis í 180 löndum heims. Sú nýjasta kom út á dögunum og það er gaman að geta sagt frá því að Ísland hefur rokið upp listann, um 9 sæti og er nú í 10. sæti hans.

Erfitt er að greina nákvæmlega hvaða breytingar geta valdið þessari nýju einkunn, það hefur fátt breyst í starfsumhverfi fjölmiðla á liðnu ári.

Hugsanlega eru Vigdísaráhrifin loks að dvína út, en Ísland lækkaði töluvert í einkunn 2014, eftir að Vigdís Hauksdóttir hafði á orði að Ríkisútvarpið væri hlutdrægt í fréttaflutningi og minnti á að hún væri í hópi, sem ætti að hagræða í ríkisrekstri.